Fréttir

Birta Fönn Sveinsdóttir að keppa með U-18 ára landsliðinu kvenna í handbolta.

Birta Fönn Sveinsdóttir handboltakona úr KA/Þór er þessa dagana í Gautaborg í Svíþjóð að keppa með U-18 ára landsliði Íslands á opna EM mótinu. Fyrsti leikur liðsins var í dag og unnu þær öruggan sigur á Austurríki og skoraði Birta 2 mörk. Nánar er hægt að fylgjast með mótinu á vef HSÍ.

4. flokkar KA á Partille Cup

Nú verður þessi fríði hópur á Partille Cup í Svíþjóð þessa vikuna. Allir vel stemmdir þegar þeir lögðu af stað og frábærir þjálfara og farastjórar sem fylgdu með. Nánar er hægt að fylgjast með á heimasíðunni partillecup.com og Facebook síðu Partille Cup.

Stúlkur frá KA/Þór á landsliðsæfingum

Þær Aldís Ásta Heimisdóttir, Arnrún Eik Guðmundsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Lísbet Perla Gestsdóttir, Sunna Guðrún Pétursdóttir, Una Kara Vídalín, Þóra Stefánsdóttir og Þórunn Eva Sigurbjörnsdóttir eru nú staddar í Reykjavík á landsliðsæfingum með u-16 ára liði kvenna.