30.06.2014
Birta Fönn Sveinsdóttir handboltakona úr KA/Þór er þessa dagana í Gautaborg í Svíþjóð að keppa með U-18 ára landsliði Íslands á opna EM mótinu. Fyrsti leikur liðsins var í dag og unnu þær öruggan sigur á Austurríki og skoraði Birta 2 mörk. Nánar er hægt að fylgjast með mótinu á vef HSÍ.
30.06.2014
Nú verður þessi fríði hópur á Partille Cup í Svíþjóð þessa vikuna. Allir vel stemmdir þegar þeir lögðu af stað og frábærir þjálfara og farastjórar sem fylgdu með. Nánar er hægt að fylgjast með á heimasíðunni partillecup.com og Facebook síðu Partille Cup.
03.06.2014
Þær Aldís Ásta Heimisdóttir, Arnrún Eik Guðmundsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Lísbet Perla Gestsdóttir, Sunna Guðrún Pétursdóttir, Una Kara Vídalín, Þóra Stefánsdóttir og Þórunn Eva Sigurbjörnsdóttir eru nú staddar í Reykjavík á landsliðsæfingum með u-16 ára liði kvenna.