Fréttir

Handboltinn hjá krökkunum byrjar eftir helgi

Nú er æfingartafla kominn inná síðuna hjá yngriflokkunum og getið þið séð hvenær ykkar krakkar geta mætt á æfingar. Það geta allir mætt og prófað í september án skuldbindingar.

Æfingar hjá yngri flokkum að hefjast

Æfingataflan fyrir yngriflokkana í handboltanum er nú á lokasprettinum og verður vonandi tilbúin um eða fyrir helgina. Stefnt er á að æfingar hefjist í næstu viku eða á mánudag samkvæmt æfingartöflu. Fylgist með hér á heimasíðunni.

Tveir leikmenn frá Rúmeníu leika með KA/Þór í vetur

Í dag undirrituðu tveir leikmenn frá Rúmeníu samning um að leika með KA/Þór í vetur. Þetta eru þær Kriszta Szabó og Paula Chirli. Þær eru 22 og 23 ára gamlar og hafa heillað forráðamenn KA/Þór undanfarna viku en þær hafa verið hér á reynslu. Kriszta er markvörður en Paula er rétthent skytta/miðjumaður.

Æfingaferð meistaraflokks KA/Þór

Meistaraflokkur kvenna hjá KA/Þór hélt suður til Reykjavíkur nú á föstudaginn sl. í æfingaferð. Spilaðir voru þrír leikir í borginni, einn á föstudagskvöldinu og tveir á laugardeginum. Liðin sem spilað var við voru Valur, HK og Fylkir.

KA/Þór semur við þjálfara fyrir meistaraflokk kvenna

Mikill hugur er í fólki á Akureyri fyrir komandi vetri, bæði í karla og kvennahandboltanum og var kvennahandboltinn að tryggja sér einn efnilegasta þjálfara landsins og honum til aðstoðar verður reynsluboltinn Martha Hermannsdóttir í vetur.

4. flokkur karla, handboltaæfingar eru hafnar

Handboltaæfingar eru byrjaðar hjá strákunum í 4. flokki en það eru strákar í 9. og 10. bekk. Þjálfari er enginn annar en Jóhannes Bjarnason. Í vetur verður teflt fram liðum í báðum árgöngum.

Handboltinn byrjaður að rúlla

Nú er handboltinn að fara af stað aftur, verið er að leggja síðustu hönd á ráðningar þjálfara og byrjað að vinna á fullu í gerð æfingartöflu. Foreldrar geta fylgst með hér á heimasíðunni gangi mála og séð inná sínum flokkum þjálfara flokkanna og upplýsingar um þá ef þið viljið hafa samband við þá. 3. og 4. flokkur er að byrja þessa dagana á æfingum og yngri krakkarnir byrja flestir um næstu mánaðarmót.