30.03.2015
Akureyri leikur sinn síðasta heimaleik í Olís-Deildinni í kvöld þegar FH kemur í heimsókn. FH situr í 4. sæti deildarinnar á meðan Akureyri er í 5. sæti, þrjú stig skilja liðin að. Það er frítt inn á leikinn og því um að gera að fjölmenna í Höllina og upplifa magnaðan handboltaleik.
29.03.2015
3. flokkur karla tóku við deildarmeistarabikarnum í handbolta fyrir 2. deildina eftir tvo góða sigra á ÍR um helgina í KA heimilinu.
Þeir höfðu þónokkra yfirburði í deildinni og unnu sannfærandi með 7 stiga mun og 222 mörk í plús.
27.03.2015
Taktu mánudaginn frá - þér er boðið á leik Akureyrar og FH. Auk þess verða fjölmargir handboltaleikir á dagskrá um helgina! Bein textalýsing á leik KR og Hamranna
23.03.2015
4. flokkur karla á eldra ári tryggði sér um helgina deildarmeistarartitilinn í 3. deild eftir sigur á Herði frá Ísafirði.
Það má geta þess að meiri hluti liðsins er af yngra ári.
20.03.2015
Það er svo sannarlega hægt að tala um stórleik í Íþróttahöllinni á laugardaginn þegar Íslandsmeistarar ÍBV og nýkrýndir bikarmeistarar koma norður
13.03.2015
Líkt og margan grunaði þá setur veðrið heldur betur strik í reikninginn varðandi handboltaleiki helgarinnar og er þegar búið að fresta flestum leikjum sem fyrirhugaðir voru.
12.03.2015
Í dag heldur íslenska landsliðið í handknattleik kvenna, skipað leikmönnum 17 ára og yngri til Færeyja þar sem stelpurnar taka þátt í undankeppni EM. Tvær stúlkur frá KA/Þór eru í hópnum, þær Sunna Guðrún Pétursdóttir og Þórunn Eva Sigurbjörnsdóttir.
11.03.2015
Strákarnir í 3. flokki KA unnu góðan sigur á Þór í kvöld, 21-27 þegar liðin mættust í Íþróttahúsi Síðuskóla.
07.03.2015
Fréttaflutningur undanfarnar vikur um málefni Akureyri Handboltafélags og möguleg slit á samstarfssamningi KA og Þór um félagið eru úr lausu lofti gripnar. Þessu vilja forsvarsmenn KA, Þór og Akureyri Handboltafélags koma á framfæri með þessari fréttatilkynningu.
06.03.2015
Það er óhætt að segja að handboltinn verði fyrirferðamikill á Akureyri um komandi helgi. Akureyri mætir Val á sunnudaginn. Hamrarnir leika í KA heimilinu á laugardag, strákarnir í 4. og 3. flokki spila heimaleiki.