Lokahóf yngri flokka í handboltanum | Myndir
26.05.2015
Á miðvikudaginn síðastliðin hélt handknattleiksdeildin lokahóf fyrir iðkendur sína í KA-heimilinu. Að venju var gríðarlega vel mætt á hófið, þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir árangurinn í vetur, ásamt því sem allir fengu pítsu og gosglas. Þá stjórnaði Einvarður Jóhannsson keppni milli krakka og foreldra-/þjálfara af sinni alkunnu snilld. Loks gátu krakkarnir fengið hraðamælingu á skotum sínum og æft skothitni sína.
Myndir má sjá inn í fréttinni