Jónatan Magnússon ráðinn þjálfari mfl. kvenna hjá KA/Þór
13.06.2016
Jónatan Magnússon hefur verið ráðinn þjálfari KA/Þórs í meistaraflokki kvenna í handknattleik. Jónatan er uppalinn KA-maður en samhliða þjálfun liðsins mun hann starfa hjá KA sem yfirþjálfari yngri flokka. Jónatan flyst búferlum heim frá Noregi í sumar þar sem hann hefur bæði þjálfað og spilað við góðan orðstýr undanfarin ár.