29.07.2018
Íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri náði í dag 7. sætinu á EM í Slóveníu eftir flottan 30-27 sigur á Serbíu og er það jöfnun á næstbesta árangri U-20 landsliðs Íslands á EM. KA átti einn fulltrúa í liðinu og var það skyttan hann Sigþór Gunnar Jónsson. Sigþór lék alla leiki liðsins og kom sér á blað í þeim öllum
22.07.2018
Íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri er komið áfram í 8-liða úrslit eftir magnaða endurkomu í riðlakeppninni. Íslenska liðið lék gegn Rúmeníu, Svíþjóð og Þýskalandi og á KA einn fulltrúa en það er Sigþór Gunnar Jónsson. Bjarni Fritzson er þjálfari liðsins
19.07.2018
Handknattleiksdeild KA í samvinnu við Icelandic Summer Games brydda upp á mjög skemmtilegri nýjung þetta sumarið en það er strandhandboltamót. Mótið verður spilað á strandblaksvöllunum í Kjarnaskógi sunnudaginn 5. ágúst og verður leikið í blönduðum flokki, það er að segja strákar og stelpur munu spila saman
17.07.2018
Íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri er á leiðinni á Evrópumeistaramótið í Slóveníu en mótið hefst á morgun, 18. júlí. KA á einn fulltrúa í hópnum en það er vinstri skyttan okkar hann Sigþór Gunnar Jónsson. Mótið verður leikið í Celje og lýkur 30. júlí
13.07.2018
Daníel Matthíasson er genginn til liðs við KA og mun leika með liðinu í Olís-deild karla næsta vetur
11.07.2018
U-20 ára kvennalandslið Íslands lék í dag lokaleik sinn á HM í Ungverjalandi er liðið mætti Króatíu í leik um 9. sætið á mótinu. Stelpurnar mættu sterku liði Noregs í 16-liða úrslitum keppninnar í gær í svakalegum leik. KA/Þór átti tvo fulltrúa í hópnum en það voru þær Aldís Ásta Heimisdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir
11.07.2018
Hulda Bryndís Tryggvadóttir skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór í handboltanum. KA/Þór tryggði sér sigur í Grill 66 deildinni á nýliðnum vetri en stelpurnar töpuðu ekki leik í deildinni ásamt því að komast í undanúrslit Coca-Cola bikarsins
10.07.2018
U-18 ára landslið Íslands í handbolta mun leika á Evrópumeistaramótinu sem fer fram í Króatíu dagana 8.-20. ágúst. Liðið mun leika í D-riðli og andstæðingar Íslands eru Slóvenía, Svíþjóð og Pólland. Riðillinn verður leikinn í Varadin sem er nyrst í Króatíu
09.07.2018
Það er nóg um að vera hjá ungmennalandsliðum Íslands í handbolta um þessar mundir en U-20 ára kvennalandslið Íslands í handbolta er komið alla leiðina í 16-liða úrslit á Heimsmeistaramótinu í Ungverjalandi eftir frábæra frammistöðu í riðlakeppninni
03.07.2018
Það er nóg um að vera hjá okkar fólki í verkefnum með unglingalandsliðunum í handboltanum þessa dagana. Þá eru bæði strákar og stelpur í 4. flokki stödd á Partille Cup í Svíþjóð þessa dagana þannig að það er sko ekkert sumarfrí hjá okkar fólki í handboltanum