Fréttir

Handboltaveisla um helgina!

Handboltinn er farinn að rúlla og eru fyrstu heimaleikir KA og KA/Þórs um helgina. Stelpurnar taka á móti gríðarlega sterku liði Fram á laugardaginn klukkan 14:30 og strákarnir taka svo á móti Deildarmeisturum Hauka kl. 20:00 á sunnudaginn

10 leikmenn framlengja við KA/Þór

Alls skrifuðu 10 leikmenn undir nýja samninga við KA/Þór á dögunum og má því með sanni segja að allt sé að verða klárt fyrir komandi handboltavetur. KA/Þór leikur sinn fyrsta leik í Olís deildinni þann 14. september þegar liðið tekur á móti Fram