Fréttir

Myndaveisla frá stórsigri KA/Þórs í gær

KA/Þór sýndi magnaða frammistöðu í gærkvöldi er liðið vann 33-22 stórsigur á Selfossi í gríðarlega mikilvægum leik í Olís deild kvenna. Þetta var fyrsti leikur stelpnanna í tæpa tvo mánuði og var hrein unun að fylgjast með spilamennsku liðsins. Þórir Tryggvason ljósmyndari var á svæðinu og er hægt að sjá myndir hans frá leiknum með því að smella á myndina hér fyrir neðan

Stórsigur KA/Þórs í leiknum mikilvæga

KA/Þór gerði sér lítið fyrir og vann 33-22 stórsigur á Selfyssingum í fyrsta leik Olís deildar kvenna eftir jólafrí. Leikurinn var sannkallaður fjögurra stiga leikur en fyrir leikinn var lið gestanna á botni deildarinnar með 4 stig en KA/Þór með 8 stig í 5. sætinu, það var því ansi mikið í húfi í baráttunni um áframhaldandi veru í deild þeirra bestu

Glæsilegir handboltatreflar til sölu

Handknattleiksdeild KA hefur hafið sölu á glæsilegum treflum. Mjög takmarkað upplag er í boði og kostar trefillinn 2.500 krónur. Það er því um að gera að mæta á leik KA/Þórs í kvöld og versla trefil í leiðinni, ekki missa af tækifærinu á að eignast þessa glæsilegu flík, handboltinn er kominn heim gott fólk

KA/Þór tekur á móti Selfoss í kvöld

Baráttan hefst aftur í Olís deild kvenna í handbolta eftir um tveggja mánaða jólafrí með leik KA/Þórs og Selfoss í KA-Heimilinu í kvöld klukkan 19:30. Það er vægast sagt mikið undir í leiknum en Selfyssingar verma botnsætið með 4 stig á sama tíma og KA/Þór er með 8 stig í 5. sætinu

Fríar tækniæfingar í handboltanum

Unglingaráð KA í handbolta býður upp á sérhæfðar tækniæfingar fyrir stráka og stelpur á eldra ári í 6. flokki og upp í 3. flokk. Áhersla er lögð á einstaklingsfærni svo sem skottækni, gabbhreyfingar og sendingartækni. Þetta er þriðja árið sem þessar æfingar eru í boði og hefur verið mikil ánægja með þessa viðbót í starfið