Fréttir

Losnaðu við flöskurnar og styrktu KA fyrir jólin!

Nú þegar jólahreingerningin er komin á fullt er handknattleiksdeild KA komin með gám við KA-Heimilið þar sem hægt er að losa sig við flöskur og dósir. Það er því um að gera að losa sig við flöskurnar á einfaldan og þægilegan hátt á sama tíma og þú styður við KA

Vinningshafar í happadrætti handknattleiksdeildar KA og KA/Þór

Smelltu á fréttina til að sjá vinningshafa í happadrætti handknattleiksdeildar KA og KA/Þór Nálgast má vinningana í KA-heimilinu frá klukkan 16:00 á miðvikudaginn 16.desember og fram að Þorláksmessu gegn framvísun vinningsmiðans.

Handboltaleikjaskólinn fer í gang aftur

Handboltaleikjaskólinn fer í gang aftur á sunnudaginn. Hann verður þó með breyttu sniði sökum COVID19. Aðeins börn sem treysta sér að vera án foreldra sinna á meðan æfingunni stendur eru hvött til þess að koma.