Fréttir

Strandhandbolta og blakmótum aflýst

Strandhandboltamótum og strandblaksmótum sem áttu að fara fram um helgina hefur verið aflýst vegna Covid-19 veirunnar. KA mun að sjálfsögðu fara áfram eftir tilmælum stjórnvalda og biðlum til ykkar allra að fara að öllu með gát. Kapp er best með forsjá, áfram KA

Handboltaæfingar fara aftur af stað

Handboltavertíðin fer að hefjast á ný eftir smá sumarfrí og munu yngriflokkar KA og KA/Þórs hefja æfingar þriðjudaginn 4. ágúst næstkomandi. Athugið að eftirfarandi tafla gildir út næstu viku og verða örlitlar breytingar á æfingatímum milli vikna hjá sumum flokkum fram að skólabyrjun

Strandhandboltamót KA um versló!

Handknattleiksdeild KA í samvinnu við Icelandic Summer Games verður með strandhandboltamót í Kjarnaskógi um verslunarmannahelgina. Mótið hefur slegið í gegn síðustu tvö ár og er stefnan sett á enn stærra og flottara mót í ár