01.02.2022
Það var nóg um að vera í yngriflokkunum í handboltanum um nýliðna helgi en 4. flokkur karla og kvenna léku mikilvæga leiki auk 3. flokks kvenna og ungmennaliðs drengja. Alls léku flokkarnir níu leiki um helgina og tapaðist ekki einn einasti þeirra. Átta leikir unnust og einn endaði í jafntefli
28.01.2022
KA/Þór tekur á móti Val í stórleik í Olísdeild kvenna klukkan 16:30 á morgun, laugardag, og við getum loksins aftur tekið við áhorfendum í stúkuna. Alls getum við tekið við 500 áhorfendum og ljóst að við þurfum á ykkar stuðning að halda
24.01.2022
Nú um mánaðarmótin mun birtast í heimabankanum hjá öllum Akureyringum valgreiðslukrafa frá handknattleiksdeild KA til styrktar reksturs meistaraflokks KA. Gríðarlega mikið og gott starf hefur verið unnið í kringum lið KA undanfarin ár þar sem markvisst hefur verið unnið að því að koma karlaliði KA aftur í fremstu röð eftir að liðið var endurvakið árið 2017
24.01.2022
KA/Þór gerði góða ferð í Mosfellsbæinn í gær er stelpurnar unnu sannfærandi 24-34 sigur á liði Aftureldingar. Ekki nóg með að sækja mikilvæg tvö stig og að sigurinn hafi aldrei verið í hættu að þá var ákaflega gaman að fylgjast með liðsheildinni sem skilaði sínu
07.01.2022
Það er heldur betur stórslagur framundan í KA-Heimilinu þegar KA/Þór tekur á móti Fram í gríðarlega mikilvægum leik í Olísdeild kvenna klukkan 16:00 á laugardaginn. Stelpurnar eru staðráðnar í að sækja tvö dýrmæt stig en þurfa á þínum stuðning að halda