Fréttir

Miðasala hafin á bikarveisluna!

KA og KA/Þór verða í eldlínunni þegar úrslitahelgi Coca-Cola bikarsins fer fram nú í vikunni. Framundan er svakaleg handboltaveisla þar sem bestu lið landsins í karla og kvennaflokki auk yngriflokka keppa um sjálfan bikarmeistaratitilinn

Frábær sigur KA á FH (myndaveisla)

KA tók á móti FH í Olísdeildinni í handbolta á föstudaginn en fyrir leikinn voru gestirnir á toppi deildarinnar og höfðu aðeins tapað tveimur leikjum í vetur. KA liðið hefur verið á miklu skriði að undanförnu og strákarnir voru staðráðnir í að sækja sigur í síðasta leik liðsins fyrir bikarúrslitahelgina

Óðinn í æfingahóp A-landsliðsins

Óðinn Þór Ríkharðsson leikmaður KA var í dag valinn í æfingahóp A-landsliðs karla í handbolta sem kemur saman til æfinga dagana 14.-20. mars næstkomandi. Óðinn hefur farið á kostum með KA í vetur en hann er einn af markahæstu leikmönnum Olísdeildarinnar með 107 mörk í 15 leikjum

Heimaleikur gegn FH kl. 18:00

Það er alvöru slagur framundan í kvöld þegar KA tekur á móti FH í Olísdeild karla klukkan 18:00 í KA-Heimilinu. Strákarnir hafa verið á miklu skriði að undanförnu og er það ekki síst því að þakka að stemningin á undanförnum heimaleikjum hefur verið stórkostleg