08.04.2022
KA/Þór tekur á móti Aftureldingu klukkan 16:00 á laugardaginn í síðasta heimaleik liðsins í Olísdeildinni í vetur. Leikurinn er liður í næstsíðustu umferð deildarinnar en KA/Þór er í 3. sætinu með 27 stig en þar fyrir ofan eru Valur með 28 stig og Fram á toppnum með 29 stig
08.04.2022
KA á tvo fulltrúa í æfingahóp U20 ára landsliðs Íslands í handbolta sem undirbýr sig fyrir Evrópumeistaramótið sem fer fram í júlí í Portúgal en þetta eru þeir Arnór Ísak Haddsson og Haraldur Bolli Heimisson. Strákarnir koma saman til æfinga dagana 12.-14. apríl næstkomandi
06.04.2022
KA tekur á móti Selfyssingum í KA-Heimilinu kl. 19:30 í kvöld í lokaheimaleik liðsins í Olísdeildinni í vetur. Baráttan er gríðarleg þegar aðeins tvær umferðir eru eftir en sigur í kvöld tryggir KA endanlega sæti í úrslitakeppninni þar sem barist verður um Íslandsmeistaratitilinn
06.04.2022
Óðinn Þór Ríkharðsson, Rakel Sara Elvarsdóttir, Rut Jónsdóttir og Unnur Ómarsdóttir eru öll í A-landsliðum Íslands í handbolta sem leika mikilvæga leiki á næstunni
05.04.2022
Húsasmiðjan og handknattleiksdeild KA undirrituðu á dögunum þriggja ára styrktarsamning og verður Húsasmiðjan þar með einn af aðalstyrktaraðilum deildarinnar næstu þrjú ár. Haddur Júlíus Stefánsson formaður handknattleiksdeildar KA og Magnús Magnússon markaðsstjóri Húsasmiðjunnar skrifuðu undir samninginn