01.12.2023
Handknattleikslið KA og KA/Þórs standa fyrir veglegu jólahappdrætti og fer sala á miðum fram hjá leikmönnum og stjórnarmönnum liðanna. Alls eru 75 vinningar í boði og er heildarverðmæti vinninganna 1.910.490 krónur
15.11.2023
KA/Þór tekur á móti ÍR í gríðarlega mikilvægum leik í Olísdeild kvenna kl. 18:00 á fimmtudaginn. Leikurinn er sá síðasti fyrir HM hlé og kemur sigur stelpunum okkar í góða stöðu fyrir síðari hlutann
08.11.2023
Kæru stuðningsmenn KA og KA/Þórs.
Handknattleiksdeild KA ætlar að endurnýja stuðningsmannavegginn góða sem hangir uppi í stiganum í KA-heimilinu. Þar má sjá fjölda nafna sem styðja og styrkja starf handknattleiksdeildar.
Nú eru síðustu forvöð að skrá sig á vegginn en hann fer í prentun í næstu viku. Hægt er að skrá eins mörg nöfn og maður vill auk þess sem hægt er að fá lógó fyrirtækja á vegginn.
Deildin óskar eftir 10.000 kr. fyrir hvert nafn sem fer að sjálfsögðu í að styrkja starf beggja deilda - en stærri framlög eru líka vel þegin
Takk fyrir stuðninginn!
Reikningur handknattleikdeildar er: 0162-26-11888 kt 571005-0180 6599533