29.03.2023
Skarphéðinn Ívar Einarsson hefur gert nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út tímabilið 2024-2025. Það eru frábærar fréttir að við höldum Skarpa áfram innan okkar raða en hann er einn allra efnilegasti leikmaður landsins
24.03.2023
KA/Þór tekur á móti Fram í síðasta heimaleik sínum fyrir úrslitakeppnina á laugardaginn klukkan 15:00. Það má búast við hörkuleik enda bæði lið í harðri baráttu um gott sæti í úrslitakeppninni en leikur helgarinnar er liður í næstsíðustu umferð Olísdeildarinnar
24.03.2023
Jónatan Magnússon tekur við sem nýr þjálfari IFK Skövde í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta á næsta tímabili en Jonni sem hefur stýrt liði KA frá árinu 2019 gaf það út í vetur að hann myndi róa á önnur mið að núverandi tímabili loknu
22.03.2023
KA tekur á móti Aftureldingu í Olísdeild karla í handboltanum á morgun, fimmtudag, klukkan 19:00 í KA-Heimilinu en leikurinn er næstsíðasti heimaleikur strákanna í deildinni í vetur. Það er því ekki spurning að við þurfum að fjölmenna og styðja strákana til sigurs
20.03.2023
Einar Rafn Eiðsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út tímabilið 2024-2025. Eru þetta frábærar fréttir enda Einar einn allra besti leikmaður Olísdeildarinnar og algjör lykilmaður í okkar liði
17.03.2023
Bruno Bernat hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og leikur því áfram með sínu uppeldisfélagi næstu árin. Bruno kom af krafti ungur inn í markið í meistaraflokksliði KA en hann verður 21 árs á næstu dögum og verður afar gaman að fylgjast áfram með hans framgöngu
17.03.2023
KA/Þór mætir Val í úrslitaleik Powerade bikars 4. flokks kvenna í handbolta klukkan 18:00 í Laugardalshöllinni í dag. Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta og styðja stelpurnar til sigurs
16.03.2023
Meistaraflokkar KA og KA/Þórs stóðu fyrir glæsilegu softballmóti í KA-Heimilinu á dögunum og tóku alls 17 lið þátt. Keppt var í tveimur styrkleikaflokkum en fjölmargar gamlar kempur úr starfi KA og KA/Þórs rifu fram skóna og léku listir sínar á þessu stórskemmtilega móti
05.03.2023
Stúlknalandslið Íslands í handbolta skipuð leikmönnum U19 og U17 léku bæði tvo vináttulandsleiki í Tékklandi um helgina en bæði lið undirbúa sig nú fyrir EM í sumar. U19 leikur á EM í Rúmeníu og U17 leikur á EM í Svartfjallalandi