Fréttir

KA/Þór tekur á móti toppliði Vals

KA/Þór tekur á móti toppliði Vals í Olísdeild kvenna í handboltanum á morgun, laugardag, klukkan 15:00. Stelpurnar hafa verið á miklu skriði að undanförnu og eru staðráðnar í að leggja sterkt lið Vals að velli en þurfa á þínum stuðning að halda

Fyrsti heimaleikur ársins er á morgun

Fyrsti heimaleikur ársins er á morgun, laugardag, gott fólk þegar KA/Þór tekur á móti HK í gríðarlega mikilvægum leik í Olísdeild kvenna klukkan 15:00. Stelpurnar unnu frábæran sigur í fyrsta leik ársins og ætla að fylgja því eftir með heimasigri

Ida Hoberg til liðs við KA/Þór

KA/Þór fékk góðan liðsstyrk í dag fyrir síðari hluta keppnistímabilsins er Ida Hoberg skrifaði undir hjá liðinu. Ida kemur frá liði Randers HK í Danmörku þar sem hún hefur leikið undanfarin þrjú ár en þar áður var hún í Viborg HK en hún kemur uppúr yngriflokkastarfi Viborg