4 fulltrúar KA í yngri landsliðum karla

Handbolti
4 fulltrúar KA í yngri landsliðum karla
Magnaðir kappar hér á ferð

Handknattleiksdeild KA á alls fjóra fulltrúa í æfingahópum yngri landsliða karla sem gefnir voru út í dag. Sigþór Gunnar Jónsson er í U-21 árs hópnum en hann mun æfa dagana 10.-12. apríl næstkomandi en þjálfarar liðsins eru þeir Einar Andri Einarsson og Sigursteinn Arndal.

Í U-19 ára landsliðinu eru þeir Dagur Gautason og Svavar Ingi Sigmundsson en rétt eins og U-21 landsliðið mun hópurinn æfa dagana 10.-12. apríl og er Heimir Ríkarðsson þjálfari landsliðsins.

Þá er Arnór Ísak Haddsson í U-17 ára landsliðinu sem mun æfa dagana 10.-14. apríl en þjálfarar hópsins eru þeir Maksim Akbachev og Guðmundur Helgi Pálsson.

Við óskum okkar mögnuðu fulltrúum til hamingju með valið sem og góðs gengis á komandi æfingum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is