4 fulltrúar KA í yngri landsliðum karla

Handbolti
4 fulltrúar KA í yngri landsliðum karla
Frábærir fulltrúar KA í handboltanum!

KA á fjóra fulltrúa í drengjalandsliðum Íslands í handbolta en á dögunum voru valdir æfingahópar hjá U-16, U-18 og U-20 ára landsliðunum. Landsliðshóparnir munu æfa dagana 25.-27. október næstkomandi í Reykjavík.

Marínó Þorri Hauksson var valinn í U-16 ára landsliðið en þeir Halldór Jóhann Sigfússon og Kári Garðarsson stýra því. Það er ljóst að þetta er skemmtilegt tækifæri fyrir Marínó og verður gaman að sjá hvernig hann stendur sig hjá þeim Halldóri og Kára sem eru okkur KA-mönnum ansi vel kunnugir.

Arnór Ísak Haddsson var valinn í U-18 ára landsliðið en hann er búinn að festa sig svo sannarlega í sessi í liðinu sem er stýrt af þeim Heimi Ríkarðssyni og Guðmundi Helga Pálssyni.

Þá eru þeir Dagur Gautason og Svavar Ingi Sigmundsson í U-20 ára landsliðinu en þeir eru eins og Arnór Ísak lykilmenn í sínu liði. Báðir léku þeir á HM með liðinu í sumar en liðinu stýra þeir Einar Andri Einarsson og Sigursteinn Arndal.

Við óskum okkar mögnuðu fulltrúum til hamingju með valið sem og góðs gengis á komandi æfingum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is