7 fulltrúar KA í yngri landsliðshópum

Handbolti
7 fulltrúar KA í yngri landsliðshópum
Frábærir fulltrúar okkar í handboltanum

Um helgina voru tilkynntir æfingahópar hjá yngri landsliðum Íslands í handbolta. KA og KA/Þór eiga fulltrúa í öllum landsliðshópunum en samtals voru 7 fulltrúar úr okkar röðum valdir í landsliðsverkefnin.

Liðin æfa einu sinni á dag 2.-5. janúar næstkomandi en auk æfinganna verða mælingar á vegum HR sem og fyrirlesturinn Afreksmaður framtíðarinnar.

Dagur Gautason og Svavar Ingi Sigmundsson voru valdir í U-20 ára landslið karla.

Helga María Viðarsdóttir og Rakel Sara Elvarsdóttir voru valdar í U-18 ára landslið kvenna.

Marínó Þorri Hauksson og Skarphéðinn Ívar Einarsson voru valdir í U-16 ára landslið karla.

Hildur Lilja Jónsdóttir var valin í U-16 ára landslið kvenna.

Þá var Arnór Ísak Haddsson valinn á dögunum í lokahóp U-18 ára landslið karla sem fer á Sparkassen Cup milli jóla og nýárs. Smelltu hér til að lesa nánar um það mál.

Við óskum þeim öllum til hamingju með valið sem og góðs gengis á komandi æfingum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is