8 frá KA og KA/Þór í Hæfileikamótun HSÍ

Handbolti
8 frá KA og KA/Þór í Hæfileikamótun HSÍ
Maggi, Jens, Hugi og Óskar. Á myndina vantar Dag

Hæfileikamótun HSÍ og Bláa lónsins fer fram öðru sinni helgina 11.-12. janúar en þar æfa strákar og stelpur fædd 2006 undir stjórn Halldórs Jóhanns Sigfússonar og Rakelar Dögg Bragadóttur en þar fá leikmenn smjörþefinn af því hvernig yngri landslið HSÍ æfa hverju sinni.

Alls voru 5 strákar úr starfi KA valdir og 3 stelpur úr starfi KA/Þórs sem sýnir vel hversu gott starf er unnið í yngri flokkunum hjá okkur. Öll voru þau einnig valin í fyrri hópinn í vetur og fá því aftur að sýna sig og sanna fyrir þeim Halldóri Jóhanni og Rakel Dögg.


Hekla og Sara, á myndina vantar Lydiu

Fulltrúar okkar eru þau Dagur Árni Heimisson, Hugi Elmarsson, Jens Bragi Bergþórsson, Magnús Dagur Jónatansson, Óskar Þórarinsson, Hekla Halldórsdóttir, Lydia Gunnþórsdóttir og Sara María Jóhannesdóttir.

Við óskum þeim til hamingju með valið sem og góðs gengis næstu helgi. Þetta framtak er klárlega gulrót fyrir iðkendur okkar til að halda áfram að gera sitt besta og á HSÍ hrós skilið fyrir framtakið.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is