8 frá KA og KA/Þór í handboltaskóla HSÍ

Handbolti

Handboltaskóli HSÍ fyrir efnilega handboltakrakka fædd árið 2007 fór fram um síðustu helgi. Alls voru fjórir strákar úr KA valdir og fjórar stelpur úr KA/Þór og fór því ansi mikið fyrir okkar fulltrúum á svæðinu. Handboltaskólinn er undanfari hæfileikamótunar HSÍ og er frábær undirbúningur fyrir yngri landslið Íslands.

Strákarnir sem voru valdir voru þeir Leó Friðriksson, Jóhann Mikael Ingólfsson, Aron Daði Stefánsson og Úlfar Örn Guðbjargarson.

Stelpurnar sem voru valdar úr okkar röðum voru þær Arna Dögg Kristinsdóttir, Júlía Sól Arnórsdóttir, Kristín Birta Líndal Gunnarsdóttir, Kristín Andrea Hinriksdóttir.

Við óskum þeim öllum til hamingju með valið og verður svo sannarlega spennandi að fylgjast áfram með framgöngu þeirra á handboltavellinum. Liðin okkar voru búin að standa vel fyrir sínu í vetur áður en tímabilið var flautað af vegna Covid-19 en bæði strákarnir og stelpurnar höfðu leikið í efstu deild í tveimur af þremur mótum tímabilsins.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is