Afturelding og Selfoss unnu Opna Norðlenska mótið

Handbolti
Afturelding og Selfoss unnu Opna Norðlenska mótið
Afturelding vann kvennakeppnina

Opna Norðlenska mótið fór fram síðustu daga í KA-Heimilinu og Höllinni. Fjögur lið kepptu í karla- og kvennaflokki og má með sanni segja að mótið hafi verið hin besta skemmtun fyrir handboltaþyrsta áhugamenn hér fyrir norðan.


Selfyssingar unnu karlamegin

Karlamegin léku KA, Þór, Selfoss og Fram. Íslandsmeistarar Selfoss reyndust besta liðið á mótinu en þeir unnu alla leikina sína, KA varð í 2. sæti en KA liðið vann Þór, gerði jafntefli við Fram og tapaði gegn Selfyssingum. Framarar urðu í 3. sæti og Þórsarar ráku svo lestina. Úrslit karlamegin voru annars þessi:

KA 23-21 Þór
Selfoss 26-23 Fram

KA 26-31 Selfoss
Þór 26-26 Fram

Selfoss 29-20 Þór
KA 19-19 Fram

Kvennamegin léku KA/Þór, HK, Afturelding og Stjarnan en öll leika þau í Olís deildinni á komandi tímabili. KA/Þór hóf mótið af krafti og vann stórsigur á HK. Það dugði þó ekki til og þurftu stelpurnar að sætta sig við 4. sætið. Afturelding vann hinsvegar mótið og Stjarnan og HK voru jöfn í 2.-3. sætinu.

KA/Þór 37-26 HK
Afturelding 18-14 Stjarnan

KA/Þór 25-26 Afturelding
Stjarnan 24-24 HK

KA/Þór 26-29 Stjarnan
Afturelding 23-30 HK

Að móti loknu var haldið vel heppnað lokahóf þar sem þeir leikmenn sem stóðu uppúr voru heiðraðir.


Þórey Anna Ásgeirsdóttir (Stjarnan) og Haukur Þrastarson (Selfoss) voru bestu sóknarmenn mótsins


Daði Jónsson (KA) og Katrín Vilhjálmsdóttir (KA/Þór) voru bestu varnarmenn mótsins


Lárus Helgi Ólafsson (Fram) og Ástrós Anna Bender (Afturelding) voru bestu markmenn mótsins


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is