Áki og Allan framlengja um 2 ár

Handbolti
Áki og Allan framlengja um 2 ár
Haddur formađur ásamt ţeim Áka og Allan

Fćreyingarnir knáu ţeir Áki Egilsnes og Allan Norđberg skrifuđu í dag undir tveggja ára samning viđ Handknattleiksdeild KA og leika ţví áfram međ Olísdeildarliđi KA. Ţetta eru frábćrar fréttir enda leika ţeir stórt hlutverk í liđinu auk ţess sem ţeir eru frábćrir félagsmenn.

Áki er hćgri skytta, 23 ára gamall og er ađ klára sitt ţriđja tímabil međ KA. Hann var markahćsti leikmađur liđsins ţegar KA tryggđi sér sćti í deild ţeirra bestu og var ţriđji markahćsti leikmađur Olís deildarinnar á síđustu leiktíđ međ 133 mörk. Áki hefur veriđ ađ stíga uppúr erfiđum meiđslum og kom ákaflega sterkur inn í síđasta leik.

Allan er 25 ára hćgri hornamađur og er ađ klára sitt annađ tímabil međ KA. Hann hefur bćtt sig mikiđ eftir komuna norđur og er á međal efstu manna í vetur yfir stolna bolta í Olís deildinni.

Ţađ eru gríđarlega jákvćđar fréttir ađ halda ţeim félögum innan okkar rađa og stórt skref í undirbúningi fyrir nćsta tímabil. Mikiđ og gott uppbyggingarstarf hefur veriđ unniđ hjá Handknattleiksdeild KA frá ţví ađ samstarfinu um Akureyri Handboltafélagi var slitiđ og verđur gaman ađ fylgjast áfram međ gangi mála.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is