Bæjarslagur í bikarnum í 3. flokki

Handbolti
Bæjarslagur í bikarnum í 3. flokki
Montrétturinn er undir sem og sæti í næstu umferð!

Það er enginn smá leikur framundan í KA-Heimilinu í kjölfarið af meistaraflokksleik KA og Stjörnunnar á miðvikudaginn. KA tekur nefnilega á móti Þór í Bikarkeppninni í 3. flokki karla og hefst leikurinn klukkan 21:15. Það má búast við svakalegum leik eins og venjulega þegar þessi lið mætast og verður hart barist um montréttinn!

Það er ansi sterkur leikur að taka miðvikudagskvöldið frá fyrir báða leiki kvöldsins og sjá til þess að strákarnir okkar fari áfram í næstu umferð bikarsins!

Fyrir þá sem ekki komast á leikinn verður hann í beinni útsendingu á KA-TV og er hægt að nálgast útsendinguna hér fyrir neðan, áfram KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is