Bikarslagur á Selfossi hjá KA/Þór

Handbolti
Bikarslagur á Selfossi hjá KA/Þór
Arna og stelpurnar ætla sér í 8-liða úrslitin

KA/Þór hefur leik í Coca-Cola bikarnum í dag þegar liðið sækir Selfoss heim klukkan 19:30. Leikurinn er liður í 16-liða úrslitum keppninnar og er klárt mál að stelpurnar ætla sér áfram í næstu umferð. Við hvetjum ykkur eindregið til að fylgjast með leiknum á Selfoss-TV ef þið komist ekki á leikinn.

Selfoss féll úr Olís deildinni á síðustu leiktíð en hefur farið vel af stað í Grill 66 deildinni í ár og er með sex sigra í sjö leikjum. Það er því krefjandi verkefni sem bíður okkar liðs á erfiðum útivelli.

Allur aðgangseyrir af leiknum rennur til Gígju Ingvarsdóttur og fjölskyldu hennar en Gígja er 11 ára handboltaiðkandi sem berst við krabbamein. Við hvetjum alla sem munu nýta sér þjónustu Selfoss-TV til að leggja inn á styrktarreikning fjölskyldunnar:

RN: 0123-15-203456
KT: 110380-5189


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is