Daníel og Sigþór fara á HM með U-21

Handbolti
Daníel og Sigþór fara á HM með U-21
Daníel og Sigþór ætla sér stóra hluti á HM

Handknattleiksdeild KA á tvo fulltrúa í U-21 árs landsliði Íslands sem tekur þátt í Heimsmeistaramótinu á Spáni dagana 16.-28. júlí næstkomandi. Þetta eru þeir Daníel Örn Griffin og Sigþór Gunnar Jónsson og óskum við þeim til hamingju með valið sem og góðs gengis á mótinu.

Einar Andri Einarsson er þjálfari strákanna sem ætla sér stóra hluti á mótinu en strákarnir náðu 7. sætinu á EM í fyrra.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is