Fjórar frá KA/Þór í A-landsliðinu

Handbolti

KA/Þór á alls fjóra fulltrúa í A-landsliði Íslands sem leikur í undankeppni EM 2022 á næstunni sem og tvo fulltrúa í B-landsliðinu sem er að fara aftur af stað. Þetta er heldur betur frábær viðurkenning á okkar góða starfi en KA/Þór er eins og flestir vita ríkjandi Íslandsmeistarar.

Þær Aldís Ásta Heimisdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Rut Arnfjörð Jónsdóttir og Unnur Ómarsdóttir eru allar í A-landsliðinu sem tekur þátt í undankeppni EM sem hefst í október og þá er æfingamót í Tékklandi í nóvember þar sem liðið leikur gegn Tékklandi, Sviss og Noregi. Aldís Ásta er nýliði í hópnum og þá kemur Unnur aftur í hópinn eftir smá pásu.

Rakel Sara Elvarsdóttir og Sunna Guðrún Pétursdóttir voru þá valdar í B-landsliðið sem er að fara aftur af stað. Hrafnhildur Skúladóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir munu stýra starfi B-landsliðsins og mun liðið æfa saman í október og fer svo samhliða A-landsliðinu á æfingamótið í Tékklandi í nóvember.

Það er því heldur betur spennandi verkefni framundan hjá okkar stelpum og svo sannarlega ástæða til að óska þeim til hamingju með valið.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is