Helga og Rakel í U18 og Hildur í U16

Handbolti
Helga og Rakel í U18 og Hildur í U16
Þrír magnaðir fulltrúar KA/Þórs!

KA/Þór á þrjá fulltrúa í U16 og U18 ára landsliðshópum Íslands í handbolta sem munu æfa dagana 22.-24. nóvember næstkomandi. Helga María Viðarsdóttir og Rakel Sara Elvarsdóttir voru valdar í U18 ára landsliðið og Hildur Lilja Jónsdóttir var valin í U16 ára hópinn.

Magnús Stefánsson og Díana Guðjónsdóttir stýra U18 landsliðinu sem náði eins og frægt er orðið silfri á EM-B mótinu í sumar. Rakel Dögg Bragadóttir og Árni Stefán Guðjónsson stýra svo U16 en bæði landsliðin munu æfa í TM-höllinni í Garðabæ.

Við óskum stelpunum til hamingju með valið sem og góðs gengis á komandi æfingum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is