Ísland - Makedónía í KA-Heimilinu

Handbolti

Það stefnir í hreinan úrslitaleik á fimmtudaginn á milli Íslands og Makedóníu um sæti í næstu umferð á HM í handbolta. Af því tilefni bjóðum við ykkur að horfa á leikinn með okkur á tjaldi í KA-Heimilinu.

Jónatan Magnússon og Stefán Árnason munu stýra umræðum í kringum leikinn. Þá verða til sölu pizzur frá Greifanum, snakk og ýmsir drykkir.

Endilega mætið í KA-Heimilið og myndið magnaða stemningu með okkur á þessum mikilvæga leik. Leikurinn hefst kl. 17:00 en það er um að gera að mæta snemma, ná góðum sætum og hlusta á sérfræðingana, áfram Ísland!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is