KA Pub Quiz 27. desember

Handbolti

Handknattleiksdeild KA verður með stórskemmtilegt Pub Quiz í KA-Heimilinu fimmtudaginn 27. desember næstkomandi. Greifapizzur sem og drykkir verða til sölu á staðnum. Tveir eru saman í liði og verður spurt út í hina ýmsu hluti og ættu því allir að geta lagt eitthvað til síns liðs.

Þátttökugjald er 2.500 krónur á lið (1.250 á mann) en einnig er hægt að greiða 5.000 krónu þátttökugjald (2.500 á mann) og fær þá hvor liðsmaður drykk og tvær pizzusneiðar.

Veglegir vinningar eru í húfi frá Karisma, Arte, Toppmenn og Sport, Lemon, Salatsjoppunni, Berlin og Ísbúðinni. Það er því til mikils að vinna auk þess sem stemningin verður í léttari kantinum.

Veislan byrjar klukkan 20:00 og við hlökkum til að sjá ykkur!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is