KA sækir Val heim í Olís karla

Handbolti
KA sækir Val heim í Olís karla
Strákarnir eru staðráðnir í að sækja tvö stig

Það er komið að lokabaráttunni í Olís deild karla í handboltanum en KA sækir stórlið Vals heim í næstsíðustu umferð deildarinnar í kvöld. Strákarnir eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og ætla sér sigurinn en liðið er í 9. sæti einu stigi frá sæti í úrslitakeppninni.

Leikurinn hefst kl. 19:30 og verður í beinni útsendingu á Stöð2Sport en við hvetjum þá sem geta til að mæta og styðja strákana til sigurs, áfram KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is