KA/Þór áfram á toppnum eftir sigur á Val-U

Handbolti
KA/Þór áfram á toppnum eftir sigur á Val-U
Auður átti flotta innkomu í dag

KA/Þór lék í kvöld á móti ungmennaliði Vals á Hlíðarenda. Þetta var fyrsti leikur okkar stúlkna á nýja árinu og var augljóst að það var smá ryð í stúlkunum. Valstúlkur á botni deildarinnar  fyrir leikinn og ekki tekist að vinna leik.

Leikurinn hófst ágætlega fyrir okkar stúlkur, góð vörn og fín markvarsla Sunnu Guðrúnar, en sóknarlega var liðið ekki að spila vel og 8 tæknifeilar og mörg klikk úr góðum færum gerðu það að verkum að í hálfleik leiddum við einungis með  12-8. Ljósi punkturinn í fyrri hálfleik var góð innkoma Auðar Brynju Sölvadóttur.

Seinni hálfleikur var mun betur leikinn að okkar hálfu og komust okkar stúlkur í 7 marka forustu snemma í síðari hálfleik. Valsstúlkur gáfust þó ekki upp og náðu að minnka í 5 mörk 21-16 þegar 10 mín voru eftir. Þessar síðustu 10 mín gáfu svo okkar stúlkur aftur í og lokatölur 26-19.

Sunna Guðrún var langbest í okkar liði í kvöld með 16 bolta varða.

Martha Hermannsdóttir var svo að vanda drjúg í markaskorun fyrir KA/Þ​ór en hún skoraði sjö mörk og þær Aldís Ásta Heimisdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir fjögur mörk hvor.

Annars var markaskorun KA/Þór sem hér segir: Martha Hermannsdóttir 7, Aldís Ásta Heimisdóttir 4, Ásdís Guðmundsdóttir 4, Ásdís Sigurðardóttir 3, Auður Brynja Sölvadóttir 3, Kara Rún Árnadóttir 3, Kolbrún María Bragadóttir og Steinunn Guðjónsdóttir 1 mark hvor.

Kristín Arndís Ólafsdóttir var markahæst í liði Vals með fimm mörk. 

Næsta laugardag er svo fyrsti heimaleikur KA/Þór á árinu, þegar Fylkir koma í heimsókn og það er ljóst að okkar stúlkur þurfa betri frammistöðu gegn Fylki ætla þær sér að halda toppsætinu í Grill-deildinni.

 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is