KA/Ţór deildarmeistari! Olís-deildin á nćsta tímabili

Handbolti
KA/Ţór deildarmeistari! Olís-deildin á nćsta tímabili
Martha lyftir bikarnum viđ gríđarlegan fögnuđ!

Ţađ var enginn smá slagur í lokaumferđ Grill 66 deildar kvenna í KA-Heimilinu í gćr ţegar toppliđ deildarinnar KA/Ţór og HK mćttust. Fyrir leikinn munađi tveimur stigum á liđunum og ljóst ađ liđiđ sem myndi fara međ sigur af hólmi myndi vinna deildina og fara beint upp í deild ţeirra bestu ađ ári.

Leikurinn fór jafnt af stađ en KA/Ţór leiddi ţó. Ţegar líđa fór á fyrri hálfleikinn náđu stelpurnar mjög góđu taki á leiknum og komust međal annars í sex marka forskot. Ţegar flautađ var til hálfleiks var stađan 15-10 en ţrátt fyrir ţađ ţá virtist sem HK liđiđ vćri ađ koma sér betur í leikinn og smá blikur á lofti.

Tímalína fyrri hálfleiks

Enda kom á daginn ađ gestirnir byrjuđu síđari hálfleikinn af krafti og minnkuđu muninn í 15-12 og KA/Ţór ekki búiđ ađ skora mark í rúmar 10 mínútur! En KA/Ţór stelpurnar hafa sýnt ţađ svo oft í vetur ađ ţćr hafa stáltaugar og ţćr brugđust hárrétt viđ. Í kjölfariđ kom góđur kafli og forskotiđ jókst smátt og smátt.

Tímalína seinni hálfleiks

Ađ lokum vannst stórkostlegur 30-21 sigur og sigurgleđin var ósvikin í leikslok. Liđiđ rétt missti af sćti í efstu deild á síđustu leiktíđ en ţađ endurtók sig svo sannarlega ekki í ár. KA/Ţór tapađi ekki leik í deildinni og unnu ţví deildarmeistaratitilinn mjög svo sannfćrandi. Stelpurnar gáfu tóninn strax í fyrstu umferđinni međ sextán marka sigri og hafa ekki litiđ til baka síđan.


KA/Ţór sigurvegari í Grill 66 deild kvenna tímabiliđ 2017-2018 (smelltu á myndina til ađ sjá hana stćrri)

Mörk KA/Ţór: Ásdís Guđmundsdóttir 8, Martha Hermannsdóttir 6, Steinunn Guđjónsdóttir 5, Katrín Vilhjálmsdóttir 3, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 3, Ásdís Sigurđardóttir 3 og Aldís Ásta Heimisdóttir 2 mörk.

Mörk HK: Ţórunn Friđriksdóttir 5, Berglind Ţorsteinsdóttir 4, Sóley Ívarsdóttir 3, Tinna Sól Björgvinsdóttir 3, Ágústa Huld Gunnarsdóttir 1, Karen Kristinsdóttir 1, Valgerđur Ýr Ţorsteinsdóttir 1 og Kolbrún Arna Garđarsdóttir 1 mark.

Tölfrćđi leiksins

Frammistađan er enn ein skrautfjöđur í hatt ţjálfarans Jónatans Magnússonar, og ađstođarţjálfarans Ţorvaldar Ţorvaldssonar, ţađ hefur veriđ magnađ ađ fylgjast međ liđinu í betur, og tvćr frábćrar frammistöđur gegn liđum í Olís-deildinni, í Coca-Cola bikarnum, gefa okkur vonandi forsmekkinn af ţví sem koma skal. KA/Ţór vann öruggan sigur á Fjölni í 8-liđa úrslitunum og tapađi svo naumlega gegn Haukum í undanúrslitum bikarkeppninnar í Laugardalshöllinni eftir flotta frammistöđu.

Liđiđ er nú komiđ í verđskuldađ frí frá keppni, en HK spilar í umspili um annađ laust sćti í Olís-deildinni.

Innilega til hamingju stelpur, ţjálfarar og allir ţeir sem komu ađ liđinu í vetur međ ţessum glćsilega árangri!


Smelltu á myndina til ađ sjá fleiri myndir af áhorfendum og stemningunni međ bikarinn í leikslok.

Leikurinn var í beinni útsendingu á KA-TV og hćgt ađ horfa á útsendinguna hér ađ neđan.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is