KA/Þór fær HK í heimsókn kl. 18:00

Handbolti

Baráttan heldur áfram í Olís deild kvenna í handboltanum í kvöld þegar KA/Þór fær HK í heimsókn. Athugið að engir áhorfendur eru leyfðir á leikjum þessa dagana en þess í stað verður leikurinn í beinni og því um að gera að fylgjast vel með gangi mála.

Athugið að Stöð 2 Sport hefur ákveðið að sýna leikinn beint og KA-TV má því ekki sýna leikinn eins og stóð til en við hvetjum ykkur sem getið til að fylgjast með útsendingu Stöð 2 Sport, áfram KA/Þór!

KA/Þór vann gríðarlega mikilvægan 20-21 útisigur á Haukum í fyrsta leik eftir Covid pásu og eru aðeins einu stigi frá toppsætinu eftir fyrstu fjóra leiki tímabilsins. HK vann öruggan sigur á FH á sama tíma og er með stigi minna en okkar lið.

Það má því svo sannarlega reikna með hörkuleik en liðin hafa barist grimmt undanfarin ár og fóru uppúr Grill66 deildinni á sama tíma veturinn 2017-2018.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is