KA/Þór í bikarúrslitum kl. 18:00 í dag

Handbolti

KA/Þór mætir Val í úrslitaleik Powerade bikars 4. flokks kvenna í handbolta klukkan 18:00 í Laugardalshöllinni í dag. Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta og styðja stelpurnar til sigurs!

Þarna mætast tvö efstu liðin í 4. flokk og ljóst að svakalegur spennuleikur er framundan. KA/Þór hampaði bikartitlinum í flokknum í fyrra og ansi margar stelpur í okkar liði sem tóku þátt í leiknum í fyrra og ætla sér að sjálfsögðu að sækja bikarinn í dag.

Fyrir þá sem ekki komast á leikinn er hann í beinni á YouTube rás HSÍ, áfram KA/Þór!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is