KA/Þór sækir Hauka heim í dag

Handbolti
KA/Þór sækir Hauka heim í dag
Stelpurnar ætla sér sigur í dag!

KA/Þór sækir Hauka heim í Olís deild kvenna í dag klukkan 17:00. Leikurinn er liður í fjórðu umferð deildarinnar en fyrir leikinn er KA/Þór með tvö stig en Haukar eru enn án stiga. Stelpurnar unnu virkilega mikilvægan sigur í síðasta leik og eru staðráðnar í að sækja annan sigur í dag.

Leikurinn er í beinni á Haukar-TV fyrir þá sem ekki komast á völlinn og er hægt að nálgast útsendinguna hér fyrir neðan, áfram KA/Þór!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is