Lemon styrkir handboltann næstu 2 árin

Handbolti

Lemon Akureyri og Handknattleiksdeild KA skrifuðu í dag undir tveggja ára samstarfssamning. Það er ljóst að þessi samningur mun skipta miklu máli í starfi deildarinnar og erum við afar spennt fyrir áframhaldandi samstarfi við Lemon.

Lemon hefur verið áberandi á heimaleikjum karlaliðs KA og hefur þar þjónustað svanga stuðningsmenn liðsins fyrir átökin í stúkunni. Þá viljum við ávallt hvetja KA-menn til að beina viðskiptum sínum til þeirra aðila sem styðja við starfið okkar.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is