Lokahóf handknattleiksdeildar KA á fimmtudaginn

Almennt | Handbolti

Lokahóf handknattleiksdeildar yngri flokka KA verður haldið fimmtudaginn 19. maí frá klukkan 18:00 til 20:00 í KA heimilinu. Farið verður í leiki og verðlaun veitt fyrir árangur vetrarins.
Að vanda verður heljarinnar pizzuveisla frá Greifanum.
Allir iðkendur eru hvattir til að mæta með pabba, mömmu og systkinum. Höfum gaman saman og fögnum árangri vetrarins og þjöppum okkur saman fyrir næsta vetur!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is