Lokahóf yngri flokka í handboltanum

Almennt | Handbolti
Lokahóf yngri flokka í handboltanum
Hvetjum alla til að mæta klukkan 18:30 í dag

Í dag, fimmtudag, klukkan 18:30 í KA-Heimilinu fer fram lokahóf yngri flokka í handboltanum. Þar verða verðlaunaafhendingar, pizzuveisla og hinir ýmsu leikir í boði. Við hvetjum að sjálfsögðu alla handboltakrakka til að mæta og auðvitað foreldra og forráðamenn til að njóta skemmtunarinnar.

Sjáumst í KA-Heimilinu og takk fyrir skemmtilegan handboltavetur!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is