Mikilvæg stig í húfi í dag hjá KA/Þór

Handbolti
Mikilvæg stig í húfi í dag hjá KA/Þór
Kata og stelpurnar ætla sér 2 stig!

Það er stórleikur í KA-Heimilinu í dag þegar KA/Þór tekur á móti ÍBV í gríðarlega mikilvægum leik í Olís deild kvenna kl. 16:00. Aðeins einu stigi munar á liðunum fyrir leikinn en bæði lið ætla sér í úrslitakeppnina í vor og ljóst að stigin tvö sem í boði eru skipta miklu máli.

Stelpurnar þurfa á þér að halda í stúkunni, áfram KA/Þór! Athugið að leikurinn verður ekki í beinni á KA-TV þar sem hann verður sýndur á Stöð 2 Sport.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is