Mikilvægur heimaleikur gegn FH á sunnudag

Handbolti
Mikilvægur heimaleikur gegn FH á sunnudag
Við ætlum okkur 2 stig! (mynd: EBF)

Það eru ansi mikilvæg 2 stig í húfi þegar KA tekur á móti FH í Olís deild karla á sunnudaginn klukkan 17:00. Strákarnir hafa verið að sækja mikilvæg stig í síðustu leikjum en þurfa að halda áfram stigasöfnun sinni og þá sérstaklega á heimavelli.

Liðin mættust í stórskemmtilegum leik á síðustu leiktíð í KA-Heimilinu þar sem KA vann að lokum sætan 29-26 sigur og klárt mál að strákarnir ætla sér að endurtaka þann leik. Fyrir leikinn er KA liðið í 7.-8. sæti með 7 stig og með sigri geta strákarnir komið sér í enn betri stöðu í þeirri hörðu baráttu sem framundan er í vetur um sæti í úrslitakeppninni.

FH er á sama tíma í 3.-4. sæti deildarinnar með 11 stig og ljóst að strákarnir þurfa á öllum þeim stuðning sem í boði er til að sækja þessi mikilvægu 2 stig sem í boði eru.

Þá viljum við benda á að leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en ekki KA-TV.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is