Myndaveisla frá sigri KA/Þórs á Fram

Handbolti
Myndaveisla frá sigri KA/Þórs á Fram
Stórkostleg frammistaða (mynd: Þórir Tryggva)

KA/Þór gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara Fram öðru sinni að velli í vetur er stelpurnar unnu 29-27 sigur í leik liðanna í KA-Heimilinu í gær. Spilamennska okkar liðs var algjörlega til fyrirmyndar frá fyrstu mínútu og leiddi liðið leikinn mestallan tímann.

Sigurgleðin í lokin var ósvikin enda KA/Þór eina liðið sem hefur lagt Fram tvívegis að velli í deildinni í vetur, ekki slæmt frá liðinu sem var spáð neðsta sæti í deildinni fyrir tímabilið!

Þórir Tryggvason ljósmyndari var á svæðinu og má sjá myndir hans frá leiknum með því að smella á myndina hér fyrir neðan.


Smelltu á myndina til að sjá fleiri myndir Þóris frá leiknum


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is