Myndaveislur frá leik KA og ÍR

Handbolti
Myndaveislur frá leik KA og ÍR
(mynd: Þórir Tryggva)

KA tók á móti ÍR í 4. umferð Olís deildar karla í hörkuleik í KA-Heimilinu í gær. Eftir jafnan og spennandi leik voru það gestirnir sem sigu framúr í síðari hálfleik og unnu á endanum sanngjarnan 27-33 sigur.

Það má með sanni segja að leikurinn hafi verið vel myndaður en auk þess að hafa verið í beinni á KA-TV voru Þórir Tryggvason, Egill Bjarni Friðjónsson og Hannes Pétursson með myndavélar sínar á lofti og birtum við myndaveislur þeirra frá leiknum hér fyrir neðan. Á sama tíma viljum við þakka fyrir flottan stuðning í gær og erum handviss um að sigurinn verði okkar í næsta heimaleik!


Smelltu á myndina til að skoða myndir Þóris Tryggva frá leiknum


Smelltu á myndina til að skoða myndir Egils Bjarna frá leiknum

 
Smelltu á myndina til að skoða myndir Hannesar frá leiknum


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is