Opna Norðlenska mótið hefst á fimmtudaginn

Handbolti
Opna Norðlenska mótið hefst á fimmtudaginn
Handboltaveisla framundan!

Opna Norðlenska mótið mun fara fram í KA-Heimilinu og Höllinni dagana 22. ágúst til 24. ágúst. Það má með sanni segja að þar fari á ferðinni sterkt og spennandi mót enda undirbúningur á fullu hjá handboltaliðum landsins fyrir komandi handboltavetur.

Karlamegin leika KA, Þór, Fram og Íslandsmeistarar Selfoss og kvennamegin leika KA/Þór, HK, Afturelding og Stjarnan. Mótið virkar þannig að allir leika við alla og eru því þrír leikir á lið.

Aðgangseyrir á mótið er 1.000 krónur en frítt er á mótið fyrir ársmiðahafa og fer ársmiðasalan af stað á fimmtudaginn. Það er því um að gera að verða sér útum ársmiða fyrir veturinn tímanlega í ár!

Leikjaröðun mótsins er eftirfarandi:

Fimmtudagur 22. ágúst
KK KA - Þór 18:15 KA-Heimilið
KVK KA/Þór - HK 19:45 KA-Heimilið
KK Fram - Selfoss 18:15 Höllin
KVK Stjarnan - Afturelding 19:45 Höllin
       
Föstudagur 23. ágúst
KK KA - Selfoss 18:15 KA-Heimilið
KVK KA/Þór - Afturelding 19:45 KA-Heimilið
KK Fram - Þór 18:15 Höllin
KVK Stjarnan - HK 19:45 Höllin
       
Laugardagur 24. ágúst
KK Selfoss - Þór 10:30 KA-Heimilið
KK KA - Fram 12:15 KA-Heimilið
KVK KA/Þór - Stjarnan 14:00 KA-Heimilið
KVK Afturelding - HK 10:30 Höllin

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is