Öruggur sigur KA á Hvíta Riddaranum

Handbolti

KA tók á móti Mosfellingunum í Hvíta Riddaranum í dag en leikurinn var liđur í Grill 66 deild karla. Hvíti Riddarinn hefur ekki enn náđ ađ hala inn stigi í deildinni og ţví mátti búast viđ ađ róđurinn yrđi ţeim erfiđur í KA heimilinu. Sú varđ einmitt raunin, KA menn tóku leikinn strax í sínar hendur og leiddu 16-8 í hálfleik.

Sömu yfirburđir heimamanna héldu áfram í seinni hálfleiknum og lauk leiknum međ sautján marka sigri, 33-16 og liđiđ í vćnlegri stöđu í baráttunni um sćti í efstu deild.

Mörk KA: Áki Egilsnes 9, Dagur Gautason 8, Sigţór Gunnar Jónsson 4, Andri Snćr Stefánsson 3, Einar Logi Friđjónsson 3, Ólafur Jóhann Magnússon 2, Jóhann Einarsson 1, Jón Heiđar Sigurđsson 1, Kristján Helgi Garđarsson 1 og Sigţór Árni Heimisson 1 mark.
Svavar Ingi Sigmundsson átti stórleik í markinu og veljum viđ hann klárlega mann leiksins.

Mörk Hvíta Riddarans: Agnar Ingi Rúnarsson 6, Davíđ Hlíđdal Svansson 6, Arnar Ingi Gunnarsson 1, Ástţór Sindri Eiríksson 1, Kristófer Beck Bjarkason 1 og Ófeigur Ragnarsson 1 mark.
Davíđ Hlíđdal Svansson er kominn til liđs viđ Hvíta Riddarann en hann er kunnur sem einn af betri markvörđum landsins en ađ ţessu sinni lék hann sem línumađur og kunni greinilega vel viđ sig í ţeirri stöđu.

Nćsti leikur KA liđsins er laugardaginn 3. mars ţegar liđiđ heldur í Garđabćinn og mćtir ţar Ungmennaliđi Stjörnunnar.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is