Sólveig Lára framlengir við KA/Þór

Handbolti
Sólveig Lára framlengir við KA/Þór
Sólveig og Siguróli vel sprittuð við undirritunina

Sólveig Lára Kristjánsdóttir skrifaði í dag undir nýjan eins árs samning við KA/Þór og tekur því slaginn með liðinu í vetur. Sólveig Lára gekk til liðs við KA/Þór veturinn 2018-2019 og átti frábært tímabil sem skilaði henni meðal annars í æfingahóp A-landsliðsins.

Sólveig gat ekki leikið með liðinu á síðustu leiktíð vegna barnsburðar en er klár í slaginn á ný og verður gaman að sjá hana aftur á vellinum í vetur. Tímabilið hefst hjá KA/Þór á sunnudaginn er liðið mætir Fram í leik meistara meistaranna en þessi sömu lið mættust einmitt í bikarúrslitum í mars síðastliðnum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is