Strákarnir í 3. flokki međ flottan sigur

Handbolti
Strákarnir í 3. flokki međ flottan sigur
Sigurgleđin var ansi mikil í leikslok!

Strákarnir í A-liđi 3. flokks karla í handboltanum unnu í gćr sinn fyrsta leik í vetur en ţeir keppa í efstu deild. Mikill stígandi hefur veriđ í leik liđsins í vetur og í gćr kom fyrsti sigurinn og ţađ gegn öflugu liđi ÍR en fyrir leikinn voru ţeir međ 1 stig eftir jafntefli gegn Ţór fyrr í vetur.

Leikurinn í gćr var hörkuspennandi og léku bćđi liđ öflugan og hrađan sóknarleik en KA leiddi 15-14 í hálfleik. Síđari hálfleikur spilađist mjög svipađ og sá fyrri og mátti vart sjá hvoru megin sigurinn myndi enda. En strákarnir sýndu flottan karakter í ađ halda haus og sigla inn 30-29 sigri.

Arnór Ísak Haddsson var markahćstur međ 13 mörk, Ragnar Sigurbjörnsson og Haraldur Bolli Heimisson gerđu báđir 4 mörk, Jón Ellert Magnússon og Ísak Ernir Ingólfsson gerđu báđir 3 mörk, Freyr Jónsson gerđi 2 og Fannar Már Jónsson gerđi 1 mark.

Međ sigrinum jöfnuđu strákarnir liđ Ţórs í deildinni en nćsti leikur er einmitt gegn Ţórsurum á fimmtudaginn í KA-Heimilinu klukkan 19:50 og hvetjum viđ ykkur eindregiđ til ađ mćta á leikinn og styđja strákana til sigurs í bćjarslagnum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is