Stuðningsmannaveggur KA og KA/Þórs

Handbolti

Kæru stuðningsmenn KA og KA/Þórs. 

Handknattleiksdeild KA ætlar að endurnýja stuðningsmannavegginn góða sem hangir uppi í stiganum í KA-heimilinu. Þar má sjá fjölda nafna sem styðja og styrkja starf handknattleiksdeildar.

Nú eru síðustu forvöð að skrá sig á vegginn en hann fer í prentun í næstu viku. Hægt er að skrá eins mörg nöfn og maður vill auk þess sem hægt er að fá lógó fyrirtækja á vegginn.

Deildin óskar eftir 10.000 kr. fyrir hvert nafn – sem fer að sjálfsögðu í að styrkja starf beggja deilda - en stærri framlög eru líka vel þegin.

Viljir þú á vegginn hafðu þá samband við Siguróla íþróttastjóra, siguroli@ka.is

Takk fyrir stuðninginn!

Reikningur handknattleikdeildar er: 0162-26-11888 kt 571005-0180 6599533 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is