Frábært hjá Helgu og Hans á Afmælismóti Júdósambandsins.

Hans Rúnar Snorrason og Helga Hansdóttir kepptu á Afmælismót Júdósambandsins sem fram fór í Reykjavík í gær. 
Hans keppti í -81 kg. flokki og vann bronsverðlaun.  Þessi árangur er mjög góður vegna þess að þessi flokkur er skipaður mörgum mjög öflugum keppendum.  Hans keppti einnig í opnum flokki og vann þar einnig bronsverðlaun þrátt fyrir að vera léttastur keppenda í flokknum.









Helga Hansdóttir keppti í -63 kg. flokki.  Helga er aðeins 16 ára og var þarna að keppa á sinu fyrsta fullorðinsmóti.  Hún stóð sig frábærlega og sigraði glæsilega.  Rétt er að geta þess að Helga er dóttir Hans Rúnars. 

Óhætt er að segja að afar óvenjulegt sé að feðgin séu að keppa á sama júdómótinu, hvað þá að vera bæði í fremstu röð.