Höldur og Hafnyt ehf styðja Júdódeild KA


Höldur og Hafnyt hafa fjármagnað kaup á vandaðri vog fyrir Júdódeild KA. Eins og flestir vita keppa júdómenn í þyngdarflokkum og því mikilvægt að hafa löglega vog við mótahald. Nákvæm vog er einnig gríðarlega mikilvæg fyrir allt afreksfólk okkar á keppnistímabilum.
 Júdómenn okkar hafa fram að þessu notast við baðvog sem nokkuð hefur verið gagnrýnt þegar deildin heldur mót en einnig hafa keppendur okkar átt erfitt með að nota hana þar sem misræmi hefur verið á milli baðvogarinnar og keppnisvoga fyrir sunnan.
Nýja vogin er nákvæm og lögleg keppnisvog. 
Júdódeild KA þakkar fyrirtækjunum Höldi og Hafnyt ehf kærlega fyrir veittan stuðning